Open positions

There is 1 open position at the moment:

I.

Sérfræðingur í fjarkönnun eldfjalla

Veðurstofan auglýsir sérfræðings stöðu til þriggja ára í fjarkönnun með gervihnöttum á eldfjallaösku og losun gastegunda frá eldfjöllum.

Hlutverk Veðurstofunnar í eftirliti og vöktun, miðlun upplýsinga og rann- sóknum á eldgosum hefur aukist verulega á síðustu árum. Sömuleiðis hefur mikil uppbygging orðið á innviðum tengdum eftirliti eldfjalla og áhrifum gosmakkarog gasstreymis á lofthjúpinn. Samhentur hópur sérfræðinga frá flestum sviðum Veðurstofunar vinnur sameiginlega að slíku eftirliti í nánu samstarfi við inn- lendar og erlendar stofnanir, jafnt innan rannsóknaverkefna, hættumats og raun- tímaeftirlits.

Helstu verkefni

 • Þróa aðferðir til að meta gas- og ösku- losun frá eldfjöllum sem hægt er að nota í rauntíma, og meðan á umbrotum stendur.
 • Þróa afurðir byggðar á fjarkönnun með gervihnöttum sem samþætta má afurðum annarra mælitækja (t.d. eldgosaradar, lídar, innhljóðamælum og myndavélum) til að tryggja öruggt mat á stærð eldgosa í upphafi umbrota.

Menntun og hæfniskröfur

 • Doktorsgráða á sviði jarðvísinda, eðlisfræði eða sambærileg menntun
 • Farsæl reynsla í úrvinnslu fjarkönnunar- gagna, rannsóknum og/eða þróun afurða tengd gervitunglagögnum.
 • Reynsla af rauntímavinnslu gagna er kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
 • Greiningarhæfni og færni og geta til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð í starfi
 • Góð tölvu- og forritunarkunnátta, t.d. Linux/Unix, python, ENVI/IDL, MatLab, C/C++, Fortran og Java
 • Góð færni í íslensku og/eða ensku nauðsynleg

Nánari upplýsingar um starfið veita Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár (sara@vedur.is), Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri Úrvinnslu- og rannsóknasviðs (jorunn@vedur.is), og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is), í síma 522 6000.

Advertisements